Fyrsti Friðrik Bergmann SH 240,1983
Bátar sem hétu nafninu Friðrik Bergmann SH urðu nokkuð margir og þessi bátur sem var ekki stór aðeins 18 tonn en þessi bátur var fyrsti Friðrik Bergmann SH í Ólafsvík,
og hann var keyptur þangað árið 1983 og hóf veiðar um haustið og fór þá beint á dragnótaveiðar.
ekki beint stærsti báturinn sem stundaði dragnótaveiðar þar í bænum
því að aflinn í september var um 57 tonn í 16 róðrum
Eins og sést hérna að neðan þá voru róðrarnir mismunandi en stærsti róðurinn 5,6 tonn og uppistaðan í þessum afla var koli eða um 50 tonn.
besta vikan var sú fyrsta því þá landaði báturinn 22 tonnum í 6 róðrum ,
Það má geta þess að þessi bátur tekur á móti gestum þegar ekið er inn í Ólafsvík frá Grundarfirði því að báturinn liggur þar uppá landi
vinstra meginn við veginn og heitir þar Tindur SH
dagur | afli |
4 | 3,5 |
5 | 2,2 |
6 | 3,9 |
7 | 4,5 |
8 | 4,5 |
10 | 2,9 |
11 | 3,6 |
18 | 4,1 |
19 | 0,8 |
21 | 2,9 |
22 | 1,3 |
24 | 4,7 |
27 | 4,2 |
28 | 3,2 |
29 | 5,0 |
30 | 5,6 |
Friðrik Bergmann SH mynd Helgi Kristjánsson