Fyrsti frystitogarinn í Ralli,2019
Það er alltaf mikið fjör þegar Rallí er í gangi.
Hafrannsóknarstofnun ÍSlands, eða Hafró er ár hvert með sitt eigið Rallí, reyndar ekki með bílum,
heldur með togurum, og eru röllinn 2. Vorrall sem fer iðulega fram í apríl, og iðulega þá sáu japönsku togarnir um það.
t.d Ljósafell SU. Hoffell SU. Jón Vídalín ÁR. og fleiri. en fyrst þegar að vorrallið fór í gang þá var ákveðið
að reyna að hafa samskonar togara til þess að vera í rallinu,
og þar sem að fjöldi skipa sem voru kallaðir Japanstogara voru þá á landinu þá voru þeir notaðir.
árið 2014 þá var fyrst boðið út og leitað eftir togurum til þess að taka þátt í haustralli, en þá var fjárskortur hjá Hafró
og voru þá skip Hafró bundin við bryggju en leigðir togarar og var borgað með aflaheimildum,
svo til alltaf þá hafa ísfiskstogara verið notaðir í þetta verkefni,
núna í haust þá var leitað eftir tveimur togurunum
og fór Ljósafell SU í það verkefni á grunnslóð,
enn hinn togarinn var frystitogarinn Gnúpur GK sem sá um djúpslóð, enn aðalmarkmið með haustrallinu var að
mæla og fylgjast með karfa og grálúðu. í Vorrallinu er helst verið að horfa á þorskinn,
Gnúpur GK er fyrsti frystitogarinn sem tekur þátt í ralli, enn togarinn hefur enn sem komið er ekki landað neinum afla
síðan í sumar, enn togarinn fór í slipp og var sjænaður aðeins til
Þið megið síðan hjálpa smá. farið á youtube. rás sem heitir Icelandlukka. ýtið þar á áskrift eða subscribe. takk fyrir
Gnúpur GK mynd af FB síðu áhafnar skipsins