Fyrsti Fullfermistúrinn hjá Engey RE,,2018

Engey RE var fyrsti togarinn í þessari nýsmíðahrinu sem er í gangi núna á Íslandi.  enn miklar tafir urðu á að togarinn gæti farið á veiðar , því að lestin sem er í skipinu og er algjörlega mannlaus að vinnan við hugbúnaðinn sem stjórnar lestinni var heldur meiri enn hafði verið gert ráð fyrir.  


Frá því að togarinn hóf veiðar þá hefur Engey RE lítið verið inná topp 5 hjá togurunun.  þangað til núna

Engey RE er núna í þriðja sætinu á togaralistanum og hefur landað yfir 500 tonnum núna í janúar,

Miklar brælur voru í gangi núna í síðustu viku og áhöfnin á Engey RE sem var  þá undir skipstjórn Einars Bjarna Einarssonar sem er bróðir Friðleif Einarssonar sem er aðalskipstjórinn á Engey RE.

Þrátt fyrir mjög leiðinlegt sjóveður þá gengu veiðar hjá Engey RE vel og það vel að togarinn kom loksins með sitt fyrsta fullfermi.,  því að landað var úr skipinu 192,4 tonn sem fékkst eftir 6 daga túr,  það gerir um 32 tonn á dag.

af þessum afla þá voru 89 tonn af þorski,  63 tonn af karfa og 34 tonn af  ufsa

Aflafrettir náðu ekki sambandi við Einar enn Friðleifur sagði að það vantaði 5 kör uppá að það væri fiskur í öllum körum í lestinni. 


-Friðleifur sagði í samtali við Aflafrettir að Engey RE reynist mjög vel í brælu nema þegar að vindur og alda stendur aftan  á hornið á skipnu þá á hann til að kastast og velta.



Engey RE mynd Óskar Franz Óskarsson