Fyrsti heili túr Baldvins Njálsonar GK


Nesfiskur í Garði hefur undanfarin ár gert út frystitogarann Baldvin Njálsson GK og í lok árs 2021 þá kom glænýr frystitogari til landsins

sem hafði verið smíðaður á Spáni í sömu stöð og gamli BAldvin Njálsson GK var smíðaður í.

núna í ár þá hefur gengið á ýmsu í útgerð skipsins.  covid kom upp og stoppaði skipið sem og miklar stillingar útaf mjög svo flóknum 

tækjabúnaði sem um borð í skipinu er. svo hefur nú veðráttann ekki verið beint glæsileg núna í janúar og febrúar.

og í raun þá hefur skipið ekki náð einum heilum túr það sem af er árinu,

þangað til núna.

Því loksins þá náði áhöfn Baldvins Njálsonar og Arnar skipstjóri að klára túr þó að á ýmsu hafi gengið.

Skipið var alls 28 daga  í túrnum og aflaði alls 618 tonn, og af því þá var ufsi 226 tonn, þorskur 204 tonn og ýsa 104 tonn.

Það má geta þess að það gerði vitlaust veður um miðbik túrsins og voru þeir þá á veiðum við sunnanvert landið enn silgdu þá norðan meginn við Vestfjarðakjálkan

og voru þar að mestu í ýsunni.

á leiðinni til baka þá var silgd í miklum sjógangi og um 25 metrum á sekúndu og skipið kemur virkilega vel út í svona sjó.

og sagði einn úr áhöfn skipsins að nýi Baldvin Njálsson GK væri algjör sjóborg og tæki t.d aldrei inn sjó að aftan. 

Arnar skipstjóri sagði í samtali við Aflafrettir að búnaðurinn um borð í skipinu væri að mestu farinn að virka eins og þeir vilja , enn þó þyrfi að gera smá fínstillingar

og aflaverðmætið úr þessum fyrsta heila túr skipsins 340 milljónir króna


BAldvin Njálsson GK mynd Gísli Reynisson