Gæfa VE 11.
Förum aðeins aftur í tímann,
aftur til ársins 1995 sem ég er að vinna í núna,
núna skoðum við bát sem réri frá Vestmannaeyjum,
þessi bátur hét Gæfa VE 11 og var eikarbátur með sknr 1201.
Gæfa VE var á netum um vertíðina 1995 og í mars þá réri báturinn ansi duglega,
því báturinn fór í 25 róðra og landaði 100,8 tonnum eða 4,1 tonn í róðri,
stærsti róðurinn hjá bátnum var með 9,4 tonn,
Ef við skoðum vikurnar í mars þá líta þær svona út
vika 1. 17,6 tonn í 3 róðrum
Vika 2. 24,3 tonn í 7 róðrum og þarna réri báturinn alla daga vikunnar,
Vika 3. 25,1 tonn í 6 róðrum
vika 4. 21,2 tonn í 6 róðrum
Vika 5. 9,7 tonní 3.
Apríl var ansi góður hjá Gæfu VE, en þá var báturinn með 59,1 tonn í aðeins 11 róðrum og mest 14,7 tonn í einni löndun sem var fullfermi hjá bátnum,
Gæfa VE réri allt árið frá Vestmannaeyjum og var vertíðarafli bátsins um 187 tonn og heildarafli ársins um 314 tonn,

Gæfa VE mynd Tryggvi Sigurðsson