Gamla Dögg SU með nýtt nafn og miklar breytingar

Það er mikið búið að vera í gangi hjá FISK á Sauðárkróki.  ,  undfarna mánuði hafa þeir verið að bæta við sig kvóta og bátum.

t.d keypt 60% hlut í Steinunni SH, keyptu bátinn Sellu GK og allur kvótinn af þeim bát var færður yfir á bát sem heitir í dag

Tryggvi Eðvarðs SH en var áður Hafdís SU.  

Fyrr á þessu ári þá keypti fyrirtækið línubátinn Dögg SU og með honum fylgdi um 700 tonna kvóti.  

Dögg SU hafði fiskað gríðarlega vel á línu undir skipstjórin Fúsa frá Hornafirði, og meðal annars þá á þessi bátur íslandsmetið 

í mestum afla í einni löndun, því að báturinn kom með 24 tonn í land í einni löndun fyrir nokkrum árum síðan,

Nú er heldur betur búið að breyta þessum línubáti.

og það nokkuð merkilegt.

því að báturinn var í Hafnarfirði hjá Stálorku og þar var öllum línubúnaði fjarlægður úr bátnum og bátnum breytt til þess að 

stunda netaveiðar.

þessi tegund af báti. Cleopatra 38 er ansi vinsæl á ÍSlandi en allir bátarnir sem hafa verið smíðaðir í þessari stærð hafa allir

verið á línu og er þetta því í fyrsta skipti sem að Cleopatra 38 er settur á netaveiðar.

Nýtt nafn komið á bátinn Lundey SK 3 og verður fróðlegt að sjá hvernig bátnum mun ganga á netum, en hann er kominn á Sauðárkrók

Þess má geta að mest allur kvótinn sem var á bátnum er kominn yfir á Tryggva Eðvarðs SH.  og skipstjórinn á þeim báti er bróðir 

framkvæmdastjóra hjá FISK.












Myndir gísli reynisson