Gamli og nýi Thor-Arild. ,2018
í útgerð í Noregi eru ansi margir eikarbátar og margir þeirra hafið vikið út útgerð fyrir nýrri bátum og einn af þeim sem vék úr útgerð var báturinn sem eitt sinn hét Thor-Arild
Gamli Thor-Arild var seldur árið 2016 þegar að nýi báturinn kom .
Gamli Thor var smíðaður árið 1986 úr eik og var 14,87 metrar á lengd og 5,3 metrar að breidd. mældist um 24 tonn,
Nýi Thor-Arild var smíðaður árið 2015 úr áli og er 14,95 metrar á lengd og 6,5 metrar á beidd
Sá bátur hefur árið 2018 landað alls 540 tonnum og af því er þorskur 316 tonn,
Gamli báturinn hins vegar heitir í dag Vargsundværing F-33-A og hefur þegar þetta er skrifað landað um 215 tonnum á árinu 2018.
Núna í október þá í síðustu 7 róðrum hefur báturinn landað 17,8 tonnum og mest 5,4 tonn í róðri,
Vargsundværing mynd Svein-W.pettersen
Gamli Thor Arild til vinstri og sá nýji til hægri mynd Thor-Martin-Hansen