Geiri á Guggunni. 1000 tonna mánuður!,,1982
Ég var í útvarpsviðtali á Bylgjunni mánudaginn 8,5,2017 og var ég spurður um aflaskipstjóra. ég nefndi þá fyrst Geira á Guggunni.
Svo til allir vita hvað ég er að tala um, enn það er einhverjir sem ekki vita um hvað málið snýst. Hver og hvað er Geiri á Guggunni.
Hver var Geiri á Guggunni?
Geiri eða Ásgeir Guðbjartur Guðbjartsson var fæddur árið 1928. Hann byrjaði undir að árum á sjónum eða 14 ára. Hann hóf skipstjórn 20 ára að aldri á Bryndísi ÍS. árið 1958 þá stofnaði hann útgerðarfélagið Hrönn HF á Ísafirði og gerði út alls 7 báta og togara sem allir hétu Guðbjörg ÍS.
Ásgeir eða Geiri lést snemma á þessu ári 89 ára gamal..
Togarnir sem að Hrönn HF átti voru alls þrír.
Gnúpur GK gamla Guðbjörg ÍS
einn af þeim er ennþá gerður út hérna á landinu og heitir sá togari Gnúpur GK,
ÁRið 1982. stór ágúst mánuður.
árið 1982 þá var sá togari Guðbjörg ÍS og mokveiddi Geiri á Guggunni sinni þetta árið og fór aflinn á Guðbjörgu ÍS yfir 7 þúsund tonn árið 1982,
Ágúst Mánuður árið 1982 var stærsti mánuðurinn hjá Geira og skulum við líta aðeins á hann.
Guðbjörg ÍS byrjaði að koma með fullfermi snemma í ágúst eða 275 tonn sem fékkst eftir 7 daga á veiðum. þetta gerir um 39 tonn á dag.
Næsti túr ennþá meira mok, því Guðbjörg ÍS kom með ennþá meiri afla eða 290,7 tonn eftir aðeins fimm daga á veiðum. það gerir um 58 tonn á dag.
túr númer 3 var líka fimm dagar og kom togarinn með 172 tonn í land, eða 34,4 tonn á dag
Síðasti túrinn þennan stóra ágúst mánuð var 263 tonn eftir 8 daga á veiðum og gerir það 33 tonn á dag.
Samtals gerði því þessi mánuður 1001 tonn í aðeins 4 túrum eða 250 tonn í túr,
Það má geta þess að þótt að stærsta löndunin þarna þennan mánuð hafi verið 291 tonn, þá komu nokkrar landanir þetta árið sem voru yfir 300 tonn, og var stærsti túrinn um 340 tonn óslægt uppúr sjó. og var það mest allt grálúða.
Uppistaðan í aflanum þarna í ágúst var þorskur.
Semsé þetta er Geiri á Guggunni.
Mikill aflamaður sem var meðal annars sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar árið 1991.
og fyrir þá sem hafa ekki hlustað á viðtalið þá má heyra það HÉRNA
Guðbjörg ÍS mynd Björn Valur Gíslason
Ásgeir Guðbjartsson Mynd Þorgeir Baldursson