Gengur vel hjá Valdimar H í Noregi. ,,2018




Bræðurnir Hrafn og Helgi sigvaldasynir útgerðarmenn  í Noregi eiga saman fyrirtækið Esköy.  þeir hafa  gert það gott undanfarin ár með báti sínum Saga K. um veturinn 2017 þá keyptu þeir í Esköy gamla Kóp BA sem þá hafði legið i Njarðvík í tæpt eitt ár, enn Nesfiskur hafði keypt bátinn af Þórsbergi á Tálknafirði og hirti Nesfiskur allan kvótann af bátnum og var því báturinn seldur til Esköy kvótalaus,

Þeir félagar tóku bátinn í gegn og gerðu hann kláran til þess að fara á veiðar í Noregi með beitningavélalínu.   Um borð í bátnum er 38 þúsund króka kerfi.

frá áramótum þá hefur Valdimar H gengið mjög vel að fiska og reyndar þá landaði báturinn 1.janúar um 64 tonnum enn sá afli var settur á desember listann á línubátunum árið 2017.

Síðustu tveir róðrar hjá Valdimar H hafa verið feikilega góðir og báðir túrarnir voru fullfermi.

fyrri túrinn var um 80,2 tonn og sá seinni 82,5 tonn.   í seinni túrnum var ýsa um 40 tonn af aflanum,

Reyndar er rétt að hafa í huga að aflanum er landað hausuðum og voru þetta því um 62 tonn uppúr bátnum.
Fyrri túrinn var 225 þúsund krókar og gerir það um 500 bala eða 160 kíló á bala.  Seinni túrinn var 218500 krókar eða 485 balar og gerir það  um 170 kíló á bala

Sigvaldi Þorsteinsson var með bátinn í þessum túrum 


Risaferðalag með fiskinn
Það er sem kannksi merkilegast við þennan afla er að hann fer í mjög langt ferðalag.

Vegna þess að aflinn er tekinn í trukka sem aka með hann frá Hönningsvog í Norður Noregi.  gegnum Svíðþjóð,  til Danmerkur,  þýskaland,  Holland,  Belgía og Frakkland og þaðan yfir til Bretlands og alla leið til Grimsby þar sem að aflinn er seldur á Fiskmarkaði.

þessi risalanga leið er um 3900 kílómetra löng og tekur þessi akstur um 4 til 5 daga.

Hrafn sagði í samtali við Aflafrettir að fyrri túrinn sem var 80 tonnin hefði skilað 18 milljónum króna í aflaverðmæti til bátsins  og gerir það um 225 krónur í meðalverð á kíló.  og er þetta mun hærra verð enn þeir myndu frá fyrir aflann í Noregi þrátt fyrir að fara þessa löngu leið með fiskinn

Þetta fyrirkomu lag hafa þeir hjá Esköy líka gert að hluta með aflann hjá Saga K.  








Myndir Hrafn Sigvaldason


Hérna sést hversu löng leiðin þetta er