Gengur vel hjá Onna HU,,2017
Það er gott orðatiltæki að ef maður hendir sér í djúpu laugina þá eru bara tvær leiðir önnur er að gefast upp eða berjst uppúr henni.
það var frétt hérna undir lok ágúst um nýjan bát á Blönduós sem fékk nafnið Onni HU.
Guðmundur sem á bátinn hafði átti smábát sem hann gerði út undir nafni og gerði hann út á handfærum. segja má að hann hafi hent sér á kaf í djúpu laugina með því að fara út litlum handfærabáti og upp í margfalt stærri bát með því að kaups 60 tonna stálbát og fara á dragnót,
núna er september svo til að verða búinn og verður að segjast að þessi fyrsti mánuður Onna HU er að ganga nokkuð vel. núna er báturin kominn með um 54,5 tonn í 12 róðrum og mest 7,5 tonn í róðri. af þessum afla þá er um 40 tonn af ýsu og um 9,5 tonn af þorski,
Onni HU er með leyfi til veiða við norðurlandið enn á því svæði sem er gríðalega stórt eru margir dragnótabátar. Hafrún HU. Þorleifur EA, Hafborg EA, Harpa HU og Haförn ÞH . af þessum bátum þá er Onni HU þriðji hæsti báturinn á þessu svæði,
Onni HU áður SVanur Ke. Mynd Guðmundur St Valdimarsson
Onni HU kominn með nafn á brúnna.