Gert klárt á Grálúðunetaveiðar,2018
Á bryggjurölti mínu núna í dag um Vestmannaeyjar þá rak ég augun í það að verið er að gera Kap II VE klárann til veiða á grálúðu í neti,
árið 2017 þá stundaði Kap II VE grálúðuveiðar í net og landaði öllum afla sínum á Eskifirði og athygli vakti að báturinn kom einungis mest með um 30 tonn í land í einni löndun þrátt fyrir að lestin í bátnum rúmi miklu meira,
Einungis er verið að nota hluta af lestinni í bátnum eða var það allvega árið 2017,
Eins og sést á þessum myndum þá er ansi mikið magn af netum sem þeir taka með sér á þessar veiðar
Myndir Gísli Reynisson