Gísli KÓ. Einn um borð með 8,2 tonn.,,2017

Núna í ágúst er ansi góð handfæraveiði búinn að vera hjá þeim bátum sem hafa verið að veiðum í kringum vestfirðina og þar djúpt úti.


Einn af þeim bátum sem fer reglulega vestur er Gísli KÓ sem er stærsti báturinn sem er gerður út frá Kópavogi.  sem er doldið skondið því að Kópavogur er næst stærsti bær landsins.

Guðmundur Gísli Geirdal gerir út Gísla KÓ og er jafnframt skipstjóri á bátnum.  

2000 tonn á 20 árum
Aflafrettir komust í samband við hann og átti smá spjall við hann, enn Guðmundur er kominn í hóp með þeim handfæraköllum sem hvað lengst hafa gert út á handfæri.  hann sagði í samtali við aflafrettir að hann hefði komið vestur til Suðureyrar núna í 20 ár og landað þar um 2000 tonnum af færafiski þessi árin og hefði gert út á handfæri núna í 40 sumur.  

núna í ágúst þá er Gísli KÓ búinn að landa alls 16,7 tonnum í aðeins 3 róðrum og það vekur athygli að Guðmundur rær einn á bátnum,

hann lenti í ansi miklu moki núna um daginn því hann kom í land til Suðureyrar með 8,2 tonn sem fengust á aðeins 14 klukkutímum og já hann var einn um borð með þennan risaafla,

Guðmundur sagði reyndar í samtali við mig að þessi 8,2 tonna afli verður bættur.  Enn það má geta þess að mest hefur Gísli KÓ komið með 13 tonn í land sem fengust á línuna.  



Gísli KÓ með 8,4 tonn.  Mynd Guðmundur Gísli Geirdal