Gísli Súrsson GK ,2018
Það var ansi mikið fjör í Grindavík núna snemma í maí þegar að mokveiði var hjá línubátunum sem voru að veiðum þarna fyrir utan,
núna eru reyndar flestir bátanna farnir í burtu, enn þó eru einhverji eftir ennþá,
Einn af þeim sem er farinn er Gísli Súrsson GK og er hann farin til Stöðvarfjarðar. veiðin þar hefur reyndar ekki verið neitt sérstök, hefur báturinn farið í 4 róðra og verið með þetta 6 til 8 tonn í róðri,
Þarna á myndinni að neðan voru 15,2 tonn í bátnum,
mest af þessum afla var þorskur eða 14,3 tonn og var ísprósentan 18,7% sem þýddi að 11,8 tonn voru af þorski.
Gísli Súrsson GK mynd Gísli Reynisson