Gjörónýtur Þristur ÍS, Fyrrum Brimnes BA

Því miður þá voru tveir mjög stórir bátsbrunar með aðeins 5 daga millibili í apríl
fyrst þegar að Grímsnes GK brann og seinna þegar að Þristur ÍS brann

Þristur ´ÍS hafði verið á sæbjúguveiðum undanfarin ár, en Hafnarnes Ver ehf átti bátinn, en búið að var að selja bátinn
til nýrra eigenda og hafði Þristur ÍS verið í Hafnarfjarðarhöfn í um 3 mánuði þar sem verið var að gera hann klára til veiða með dragnót

Báturinn var orðin klár til veiða með ný veiðarfæri um borð og lá í höfninni í Sandgerði,

Eldur kom upp í bátnum í höfninni og skemmdirnar eru vægast sagt ansi miklar.  
svo til allur afturhluti bátsins sem að mestu var úr áli, eins og til dæmis brúin er gjörsamlega ónýt, og hérna að neðan koma myndir af bátnum 

Þessi bátur átti sér langa sögu á Patreksfirði en þar hét báturinn Brimnes BA 
















Myndi Gísli Reynisson