Glaðir dragnótakallar í Sandgerði,,2018
Þeir voru glaðir sjómennirnir sem voru að koma í land á bátunum í dag
veiði dragnótabátanna var ansi góð og var Benni Sæm GK með um 15 tonn mest þorskur
Aðalbjörg RE var með um 8 tonn af kola
og Sigurfari GK svipað magn af kola
síðar komu svo Siggi Bjarna GK og Kristbjörg ÁR. ég var farinn þá af bryggjunni og vissi ekki um aflabrögð
Var samdóma álit sjómanna sem ég ræddi við að það væri mikill fiskur þarna á miðunum og búast má því við einhverju fjöri í mars.
Benni Sæm GK að koma til hafnar og Katrin II SH
Aðalbjörg RE kom næstur inn
Og Sigurfarinn GK
Myndir Gísli Reynisson