Glófaxi VE seldur,,2017
Þeim fækkar stöðugt útgerðum sem kalla má einyrkja útgerðir sem gera út stærri báta enn smábáta
í Vestmannaeyjum þá fækkaði um eina svoleiðis útgerð þegar að gamalgróið útgerðarfyrirtæki þar var selt núna 12.júlí til Vinnslustöðvarinnar í Eyjum eða VSV sem er skammstöfunin,
VSV keypti útgerðarfyrirtækið Glófaxa ehf og átti það fyrirtæki 2 báta. Glófaxa VE sem var á netum og annan bát sem við höfum ekki séð oft. enn það er Glófaxi II VE sem er 11 tonna bátur. VSV keypti allan kvóta og bátinn enn útgerðarfélagið Glófaxi ehf heldur eftir Glófaxa II VE og 50 tonna kvóta á þann bát.
Glófaxi Ehf var stofnað árið 1974.
í kaupunum á Glófaxa þá eykst kvóti VSV um ríflega 800 þorskígildistonn,
Samkvæmt kvótaúthlutun fyrir árið 2016-2017 þá fékk fyrirtæki úthlutað 616 tonnum af þorski. 34 tonn af ýsu og 235 tonn af ufsa ásamt meiri heimildum,
kaupverð er ekki gefið upp enn miðað við verð á aflaheimildum í júní árið 2016 þá má gróflega reikna með að verðið fyrir kvótann sé um 2 milljarðar króna,
Glófaxi VE mynd Tryggvi Sigurðsson
Glófaxi II VE mynd Tryggvi Sigurðsson