Gnúpur GK númer 1.,2020

Ennþá vantar AFlafrettir nokkrar aflaverðmætis tölur fyrir frystitogaranna árið 2019.


en fyrsti fyrsti frystitogarinn árið 2020 hefur landað afla,

og er það togarinn Gnúpur GK sem eftir miklan brælutúr kom til Hafnarfjarðar með um 389 tonna afla,

Var þessi afli eftir um 16 daga túr eða 24 tonn á dag.  miklar brælur gerðu þeim lífið leitt á Gnúpi GK

og fór nokkur ´timi af túrnum í það að liggja í vari.

af þessum afla þá voru 84 tonn af ufsa, 194 tonn af þorski og 79 tonn af karfa.


gnúpur GK mynd Sigurður Bergþórsson