Góð byrjun á ufsanum hjá Grimsnesi GK

Eins og greint var frá á Aflafrettir núna fyrir  nokkru síðan þá 


fór Grímsnes GK af stað eftir að hafa verið stopp frá því í febrúar eftir mjög alvarlega vélarbilun

Báturinn fór beint suður undir Vestmannaeyjar og þar í kring að eltast við ufsann

og má alveg segja að það gangi vel í byrjun á ufsanum hjá Grímsnesi GK

en það má geta þess að Grímsnes GK er eini netabáturinn á landinu sem er að veiða ufsann.

báturinn hefur landað 40,5 tonnum í aðeins 2 róðrum og af því er ufsi 37,5 tonn,

verður áhugavert að sjá hvernig haustið mun ganga, en árið 2019 þá var mjög léleg veiði á ufsanum í netin

og voru þá tveir bátar á þeim veiðum.  Grímsnes GK og Kap II VE


Grímsnes GK mynd Gísli reynisson