Góð byrjun í Sandgerði,2017
þá er vetrarvertíðin 2017 komin í fullan gang... nema hvað að það eru bara smábátarnir sem mega róa vegna verkfalls.
skrapp inn í sandgerði núna seinniparti 12 janúar og myndaði nokkra báta og spjallaði við kallanna,
Það má bæta við áður enn rennt er yfir myndinrar að núna í nótt þá munu þrír bátar að austan fara saman í hóp. og eru það Atli skipstjóri á Kristjáni HF. Kiddó skipstjóri á Dóra GK og Hafþór skipstjóri á Von GK.
Það er voðalega vinsælt að taka myndbönd úr brú á bátum sem eru á siglingu og strákar mínir. Atli, Kiddó og Dóri. er ekki málið að aflafrettir síðan sjáist þá hehehehe. gangi ykkur vel suður.
enn kíkjum á hvernig gekk hjá bátunum í Sandgerði. og jú það er bara fín veiði og flott byrjun
Daðey GK kom síðust í land.
Og kastarinn var í gangi alla leiðina
Vel gekk að fiska hjá Daðey GK og er Júlíus Sigurðsson eða Júlli þarna á krananum. var aflinn 7,5 tonn á 13 þúsund króka eða um 241 kíló á bala. Júlli tók undir orðin hjá Gaua Óla varðandi fiskverðið að það væri lægra enn fyrir ári síðan.
Bjössi á Andey GK var sunnan við Sandgerði og lagði línuna grunnt úti við Hvalsneskirkjuna. var Andey GK með 3,5 tonn.
Hemmi í Stakkavík á lager af bátnum og Jói Brands GK er einn af þeim bátum sem Stakkavík á. skipstjóri á honum þennan dag var Trausti Pálsson sem var lengi vel með Von GK. Núna er Trausti á sjó í Noregi á Geir II stórum línuveiðara þar. Reyndar varð smá bilerí á bátnum og þurfti því Trausti og félagi hans að taka balana frá borði.
Var Jói Brands GK með 2 tonn á 24 bala.
Óli Gísla GK var með 5 tonn og lét útgerðarstjóinn Gaui Óla vel af fiskverðunum þessa daganna enn sagði þó að verðin væru lægri enn fyrir ári síðan, og munar þar mestu um að krónan er mun sterkari núna enn var fyrir ári síðan.
Hulda HF var með 4 tonn og er Hulda HF eini báturinn þarna í Sandgerði sem rær með stokkaða línu. Línan er stokkuð upp í Garðinum. Báturinn er gerður af Sigurði sem er faðir Gylfa Sigurðssonar fótboltamanns.
Myndi Gísli Reynisson