"góð" grásleppuveiði ..........

Grásleppuvertíð árið 2020 var feikilega góð og svo góð að veiðar voru stoppaðar eftir að bátar frá Norðausturlandinu mokveiddu hana og 


svo til kláruðu kvótann sem var gefinn út.

þetta þýddi að t.d bátar frá Faxaflóasvæðinu náðu sumir hverjir aðeins að fara í nokkra róðra og allt niður í einn róður

eins og var með Emilíu AK en hún fór aðeins í einn róður.

aftur á móti þá voru grásleppubátar í innanverðum Breiðarfirði ennþá eftir að hefja veiðar og ákvað sjávarútvegsráðuneytið að 

leyfa þeim að veiða enn einungis 15 tonna hámarksafla á hvern bát,

Uppsjávarskipin
nú hefur ný flóra grásleppu"báta" hafið veiðar 

enn uppsjávarskipin eru kominn á veiðar og eru að veiða síld og makríll.

nokkuð mikið af grásleppu kemur í veiðarfærin hjá þeim og núna á fyrstu vikum þessarar síldar og makrílvertíðar

þá  hafa skipin landað alls 23 tonnum af grásleppu,

Aflahæsti grásleppu"báturinn" af þessum stóru er Víkingur AK með 3,3 tonn og síðan kemur Ásgrímur Halldórsson SF með 2,8 tonn,

Ef við berum þetta saman við bátanna sem voru á grásleppuveiðum þá lítur þetta svona út

Uppsjávarskipin eru í sæti númer 99 á grásleppulistanum .  Víkingur AK er í sæti númer 161 á listanum 

þegar líður á vertíðina þá mun þessi grálseppuafli aukast hjá þeim öllum 

hvað er gert við grásleppuna sem kemur ?

jú svarið við því er stutt , en hún er brædd.


Víkingur AK mynd af síðu venus ns