Góð handfæraveiði hjá Smára BA 232,1983

Doldið síðan ég fór með ykkur í ferðalag aftur í tímann,


ætla nú að fara með ykkur til ársins 1983 til Patreksfjarðar og skoða þar einn 11 tonna eikarbát sem fiskaði ansi vel á handfærin,

Bátur þessi hét Smári BA 232 og var gerður út frá Patreksfirði frá 1974 til 1991 eða í um 17 ár.

Handfæraveiði bátanna frá Patreksfirði var mjög góð í ágúst og fiskaði Smári BA alls 32 tonn í 9 róðum eða 3,6 tonn í róðri,

mesta atygli vekur síðasta löndun Smára BA í ágúst.

því þá var landað úr bátnum 8,6 tonnum af fiski sem allt var þorskurt,

báturinn hefur verið mikið siginn þegar hann kom til hafnar á Patreksfirði 31.ágúst árið 1983.  

Smári BA 232
Færi ágúst
dagur afli
2 5,6
4 2,3
11 3,6
12 2,2
17 4,7
19 1,5
21 1,6
23 1,8
31 8,6


Smári BA mynd Ruth Mansfield