Góð netaveiði hjá Steina Sigvalda GK,2016
Eitt aðalveiðarfærið sem bátar sem landa á Vestfjörðum hafa notað undanfarin ár hefur verið Lína og má segja að saga línuveiða er mjög löng á Vestfjörðum.
Netaveiðar þaðan hafa aftur á móti ekki verið miklar og helst voru það á vertíðunuim og þá aðalega frá sirka miðjum febrúar og út í maí að bátar voru á netum.
Netaveiðar báta frá Vestfjörðum yfir haustið hafa aftur á móti verið litlar sem engar
því vekur það nokkra athylgi að netabáturinn Steini Sigvalda GK er búinn að vera að veiða í net og landa á Flateyri,
Að sögn Guðjóns Bragarsonar sem er skipstjóri á bátnum þá var mjög lítil þorskveiði við sunnanvert landið og því ákvað hann að fara vestur á firði til þess að reyna fyrir í þorskinum. Hefur hann verið að leggja netin í Nesdýpinu sunnanmeginn og á sirka 35 faðma dýpi
þorskurinn sem þeir hafa fengið er nokkuð góður eða 8 til 9 kíló slægður.
Steini Sigvalda GK hefur verið að landa á Flateyri og hefur fiskað ansi vel. kominn með um 70 tonn í 7 róðrum. Maron GK sem er líka í eigu sama útgerðarmanns fór líka vestur og var á veiðum á svipuðum slóðum og Steini Sigvalda GK og hefur Maron GK fiskað ansi vel og landað 38 tonn í 5 róðrum og mest 8,3 tonn,
Steini Sigvalda GK hefur mest komist í 16 tonn í einni löndun,
Steini Sigvalda GK
Maron GK Myndir Flateyrarhöfn