Góð sæbjúguveiði fyrir austan,2017
Ísland er eina ríkið í evrópu sem stundar af fullri atvinnu veiðar á sæbjúgu. Sæbjúgu eru veitt af mjög litlu magni í sumum ríkjum í evrópu og þá iðulega er kafað eftir þeim,
núna er svo til allur flotinn kominn austur til veiðar og hefur veiðin hjá bátunum verið ansi góð þar.
Ef við byrjum austast þá er þar Eyji NK sem er minnstur sæbjúgubátanna og hefur landað 9,2 tn
í 5 róðrum
Klettur ÍS hefur landað 133 tonn í 17 róðrum og mest 19,3 tonn. Þristur BA hefur landað 107 tonn í 20 róðrum og báði Þristur BA og Klettur ÍS hafa landað á Stöðvarfirði og Neskaupstað.
Drífa GK kom líka austur og hefur landað á Breiðdalsvík. hefur landað 71 tonní 7 róðrum og mest 15,4 tonn,
Sæfari ÁR sem var á veiðum fyrir austan í vetur er á djúpavogi og hefur landað 95 tn í 20
alls hafa því bátarnir landað um 415 tonnum núna í maí.
Drífa GK á Breiðdalsvík Mynd Elís Pétur Elísson