Góð trollveiði hjá Þórkötlu GK 97,1983
Ég er að vinna í árinu 1983 og vertíðin 1983 var má segja mjög léleg miðað við t.d vertíðina 1980 eða 1981
í Grindavík þá var veiðin hjá bátunum mjög léleg, minni bara á litlu klausuna mína um Albert GK það mikla aflaskip sem rétt skreið yfir 400 tonnin
margir minni bátanna í Grindavík, og þá er verið að tala um ba´ta sem voru undir 100 tonn að stærð náðu sumir hverjir ekki einu sinni yfir 300 tonnin,
það gerði það að verkum að nokkrir bátanna hættu á netaveiðum í enda apríl og réru því á trolli í maí,
Einn af þeim bátum sem það gerðu var Þórkatla GK 97
Þórkatla GK hætti netaveiði í lok apríl og maí mánuðurinn var feikilega góður því að alls var aflinn 122 tonn í 14 róðrum eða 8,7 tonn í róðri,
af þessum afla, 122 tonni þá var um 110 tonn af ýsu, restin var skarkoli og þorskur,
Í töflunni hérna að neðan þá má sjá róðranna og eins og sést þá voru nokkrir róðrar yfir 10 tonnin , stærsti 16,4 tonn sem var allt ýsa
mesta veiðin var 12 maí því þá landaði báturinn 14,1 tonni eftir einn dag á veiðum sem er ansi gott.
Og til viðbótar þessu þá geta þess að Þórkatla GK fór síðan á humar og landaði 3,5 tonn af fiski og 3,5 tonni af heilum humri í einni löndun.
Þórkatla GK 97 | |
Troll Maí | |
dagur | afli |
2 | 12.5 |
3 | 4.8 |
4 | 7.2 |
5 | 0.6 |
6 | 9.0 |
7 | 11.1 |
9 | 16.4 |
10 | 6.5 |
11 | 7.8 |
12 | 14.1 |
13 | 8.4 |
15 | 2.7 |
17 | 12.1 |
18 | 7.9 |
Þórkatla GK mynd Tryggvi Sigurðsson