Góð ufsaveiði hjá Grímsnesi GK,2018
Þeir eru orðnir mjög fáir stórir bátanna sem stunda netaveiðar sem sitt aðalveiðarfæri allt árið um kring og í raun má segja að einungis einn bátur stundi netaveiðar allt árið ef horft er á bátanna sem eru yfir 100 tonn að stærð,
Þarna er að sjálfsögðu verið að tala um Grímsnes GK sem að Hólmgrímur gerir út frá Njarðvik,
Grímsnes GK er búinn að vera að eltast við ufsann og lönguna núna í júní og hefur það gengið nokkuð hjá þeim,
Grimsnes GK er búinn að vera að veiðum undir suðurströndinni eða á svæðinu frá Þjórsárósum og austur að Vík í Mýrdal og hefur verið að leggja netin þar og silgt svo inn til Vestmannaeyja meðan þá liggja í sjó.
Hefur landað í Þorlákshöfn
Veiðin hefur gengið vel og hefur báturinn landað 146 tonnum í 7 róðrum
og af því þá er ufsinn 104 tonn og landa 35 tonn,
Ufsinn og langan hafa farið til vinnslu hjá Fiskvinnslu sem Hólmgrímur er með í Keflavík enn restin hefur farið á fiskmarkað.
Kvótastaðan hjá Grímsnesi GK varðandi löngu og ufsan er ekki stór, rétt um 4 tonn af ufsakvóta enn búið er að færa á bátinn um 295 tonn af ufsa frá hinum og þessum bátum.
Langan kemur svo til mest öll frá Júlíusi Geirmundssyni ÍS
Grímsnes GK mynd Vigfús Markússon