Góð veiði hjá Ísbirni í Noregi,,2018
Á meðan bátar komust lítið sem ekkert á sjóinn á Íslandi í Febrúar þá var sjósókn í Noregi ansi mikil og veiði bátanna mjög góð,
Einn af þeim bátum þar sem fiskaði vel var ÍSbjörn H-89O sem að Hlynur Freyr Vigfússon á og er skipstjóri á
síðastu daganna í febrúar þá gekk þeim mjög vel að veiða og lönduðu alls 54,2 tonn í 7 róðrum eða 7,7 tonn í róðri,
tveir af þessum róðrum voru ansi góðir því báðir voru yfir 10 tonnin,
Sá minni var 10,6 tonn og því þá var ýsa 8,7 tonn. og sá stærri var 11,2 tonn og var ýsa af því 6,6 tonn,
Báðir þessir róðrar voru á 16.000 króna eða 40 bala.
á bala þá gerir þetta 265 kíló sem er fyrri túrinn
og sá einni, þessi 11,2 tonna er þá 280 kíló á bala.
Ísbjörn með 11 tonn. Mynd frá Hlyn Frey Vigfússyni