Góð veiði hjá Öðling SU á Djúpavogi,,2018
Það er alltaf gleðiefni þegar að nýr bátur kemur í heimahöfn. á Djúpavogi er útgerðarfyrirtækið Eyfreyjunes ehf sem er í eigu Guðlaugs Birgissonar.
Guðlaugur hefur landað hjá Búlandstindi og nýtt samkomulag á milli þeirra gerði það að verkum að hann ákvað að fá sér stærri bát og niðurstaðan var að kaupa gamla Tranöy frá Noregi. nýi báturinn er 11,47 ,metra langur, og merkilegt er að hann er 50 cm styttri enn gamli báturinn. Mælist nýi bátuirnn 17,4 tonn,
Núna í janúar þá hefur Öðlingur SU fiskað ansi vel og hefur komið með 2 ansi stóra róðra. fyrri róðurinn var 16,7 tonn og eru myndirnar teknar af þeim túri. hinn túrinn sem var stærri var 17,6 tonn.
Guðlaugur sagði í samtali við Aflafrettir að þeir hefðu fengið þennan afla á 22 þúsund króka. gerir það um 48 bala. fyrri túrinn er þá 347 kíló á bala og sá seinni 367 kíló.
í samtali við AFlafrettir sagði hann að þeir hefðu sett 14 tonn af fisk í lestinni og voru svo með 4 aukakör á dekkinu, Báturinn sígur mikið fram við svona mikinn afla og settu þeir fisk í keitukarið aftast og náðu þannig að hafa hann réttan . eins og sést á myndunum. eins og hann segir sjálfur. " nóg af burði og stöðugleika "
Báturinn var með beitningavél þegar hann keypti bátinn enn það verður breyting á því að hann ætlar sér að taka vélina úr bátnum og fara að róa með stokka, og er því línan stokkuð upp í landi og þannig komast þeir inn í línuívilnun sem er 15 %.
Myndir Jónína Guðmundsdóttir