Góð vetrarvertíð hjá Grunnvíking RE 163,1983

Eins og hefur verið greint hérna frá á síðunni um árið 1983 þá var veiðin bátnna í Grindavík vægast sagt hrikalega léleg þessa vertíð.  eins og t.d hjá Alberti GK sem rétt skreið yfir 400 tonnin á þessari vertíð,


Í Sandgerði var aftur á móti mun betri veiði og einn af þeim bátum sem fiskuðu vel þessa vertíð var nú ekki stór .

Grunnvíkingur RE 163 réri á netum frá Sandgerði ansi margar vetrarvertíðir og þessa vertíð 1983 þá landaði báturinn öllum afla sínum hjá Þorra HF í Sandgerði,

Febrúar endaði vel
í febrúar þá landaði báturinn um 90 tonnum í 18 róðrum 
og af þessum afla þá veiddi báturinn ansi vel síðastu 3 róðranna í febrúar því að í þremur róðrum þá landaði báturinn um 38 tonnum og mest 17,1 tonn í róðri,

síðan kom mars
þetta gaf fyrir heit um ansi góðan mars mánuð og mars mánuðurinn 1983 var ansi góður hjá Grunnvíking RE.
heildaraflinn hjá Grunnvíking RE þennan mars mánuð var 223 tonn í 21 róðrum 

Eins og sést í róðrunum hérna að neðan þá voru nokkuð margir róðrar yfir 10 tonnin og tveir róðranna voru yfir 20 tonnin,

Ef vikurnar eru skoðaðar þá er lítur þetta svona út

vika 1 24,2 tonn í aðeins 2 róðrum 
vika 2 54,1 tonn í 6 róðrum 
vika 3 var feikilega tóð 73 tonn í 6 róðrum 
vika 4 var með 62 tonn í 6 róðrum 




Grunnvíkingur RE
Net mars. Þorri hf
dagur Afli
1 7.2
5 17.0
7 11.8
8 4.0
9 10.3
10 13.3
11 6.2
12 8.5
14 20.7
15 17.9
16 6.7
17 5.9
18 13.0
19 8.3
21 21.1
22 12.1
23 6.3
24 10.2
25 8.2
26 4.2
28 5.1
29 5.0

Og það má geta þess að meðan að stóri netabáturinn Albert GK rétt skreið yfir 400 tonnin þá fór fiskaði Grunnvíkingur RE sem er miklu minni bátur enn Albert GK 447 tonn á vertíðinni 1983

Og talandi um vertíðir.  minni á vertíðaruppgjörið 2018....1968.  hægt að panta í síma 8315575 eða á facebook



Grunnvíkingur RE mynd Tryggvi Sigurðsson