Goðaborg SU 16. nýi báturinn

Það var greint frá því hérna á Aflafrettir að stálbátur sem hafði ekki stundað fiskveiðar í ansi mörg ár hafi verið seldur

til Breiðdalsvíkur.  Sá bátur hét Sænes SU en lengst af var þessi bátur Sæmundur HF


 Báturinn fór í slipp á Seyðisfirði og þar er komið nýtt nafn á bátinn og búið að mála hann og gera ansi flottan

nýja nafnið er Goðaborg SU 16.

 Ekki fyrsti báturinn með þessu nafni

Þetta er ekki fyrsti báturinn sem heitir nafninu Goðaborg SU

því árið 1948 þá var smíðaður á Akureyri 38 tonna eikarbátur sem fékk nafnið Goðaborg SU 40.

Sá bátur var reyndar ekki lengi með þessu nafni því nafnið fór af þeim báti árið 1954.

Sá bátur átti sér ansi langa sögu og ansi mörg nöfn því alls átti báturinn 11 nöfn og var sá bátur seldur úr landi árið 1995

Sá bátur var með sknr 734

Núverandi Goðaborg SU 16 verður þannig að hann getur stundað veiðar með dragnót og netum.

nokkuð merkilegt með netin því þetta er þá eini stóri netabáturinn á Austurlandinu að Hornafirði undanskilum,








Goðaborg SU 16 áður Sænes SU og lengi Sæmundur HF. Mynd Elís Pétur Elísson