Góður Hörpudisksmánuður hjá Degi SI ,1983
Breiðarfjörðurinn hefur í margar aldir verið mikil gullkista varðandi allskonar sjávarfang af allskonar tegundum,
í mörg ár þá var Breiðarfjörðurinn langstærstu miðin fyrir hörpudiskveiðar og var þá Stykkishólmur langstærsti hörpuskelsbær íslands,
Hörpuskel var reyndar unnin á tveimur öðrum stöðum við Breiðarfjörðin,
í Grundarfirði var þónokkur vinnsla á Hörpuskel og líka vestan megin við fjörðin. Nánar tiltekið á Brjánslæk,
Þar var fyrirtækið Flóki Hf sem vann skelina þar,
í Október 1983 þá landaði þar báturinn Dagur SI 66 og gekk bátnum feikilega vel.
Dagur SI réri alla vikuna alltaf á sama tíma. byrjaði róðra á sunnudegi og réri alla daganna frá á fimmtudag þegar þeir tóku frí á föstudegi og laugardegi,
Hérna að neðan þá má sjá róðranna og aflann á hverjum degi, enn ef vikurnar eru skoðaðar þá eru þær svona.
Vika 1. 27,4 tonn í 4 róðrum ,
Vika 2. 31.1 tonn í 5 róðrum
Vika 3. 44,1 tonn í 5 róðrum og þarna mest 10,2 tonn í róðri,
Vika 4. 38,4 tonn í aðeins 4 rórðum og þarna voru tveir róðra yfir 10 tonn. fyrst 10,6 tonn og síðan 11,7 tonn,
Síðasta vikann var svo lítil 8,1 tonn í róðrum
Alls landaði því Dagur SI 149,1 tonn af hörpuskel á Brjánslæk í október 1983.
og ef menn hafa áhuga á aflaverðmætinu þá var það 1,7 milljónir króna miðað við gengi krónunnar árið 1983. kanski einhver geti uppreiknað aflaverðmætið miðað við árið 2018.
| Dagur SI 66 | |
| Hörpuskel Október | |
| Dagur | Afli |
| 3 | 4.428 |
| 4 | 5.110 |
| 5 | 8.649 |
| 6 | 9.226 |
| 9 | 5.420 |
| 10 | 7.474 |
| 11 | 8.290 |
| 12 | 4.862 |
| 13 | 5.098 |
| 16 | 8.565 |
| 17 | 10.181 |
| 18 | 9.026 |
| 19 | 8.571 |
| 20 | 7.739 |
| 23 | 10.617 |
| 24 | 8.852 |
| 25 | 7.253 |
| 27 | 11.717 |
| 30 | 7.038 |
| 31 | 0.969 |

Dagur SI mynd Vigfús Markússon