Góður afli hjá Árna ÓF á netum,1978

Ólafsfjörður hefur í gengum tíðina verið þónokkuð útgerðarbær  Þar hafa t.d nokkrir aflatogarar verið skráðir t.d Sólberg ÓF og Ólafur Bekkur ÓF.  Núna eru þar t.d 2 frystitogarar skráðir.


Útgerð minni báta var þónokkur og nokkuð merkilegt er að í það minnsta þrír bátar þaðan voru allir með nöfn sem byrjuðu frekar snemma í stafrófinu.  Ármann ÓF, Anna ÓF og Árni ÓF.

'Árið 1978 þá var nokkuð góð netaveiði bátanna sem réru frá Ólafsfirði í mars mánuði það ár.  

og Árni ÓF átti ansi góðan mánuð þaðan og það góðan að jafnvel netabátarnir sem þá voru að veiðum við sunnanvert landið hefðu verið sáttir við að hafa fiskað jafn vel og Árni ÓF gerði.

Báturinn byrjaði ansi vel því í fyrstu þrem róðrunum í mars þá landaði báturin 36 tonnum og mest 13 tonn í róðri.  

Kíkjum á hvernig Árna ÓF gekk viku fyrir viku. 
Vika 1.  fyrrnefnd 36 tonn í 3 róðrum,

Vika 2.  32,5 tonn í 6 róðrum,

Vika 3.  35,3 tonn í 5 róðrum og þar af 14,7 tonn í einni löndun.

vika 4.  5,5 tonn í einni löndun 

og vika 5.  11,3 tonn í 2,

Samtals 121 tonn í 17 róðrum eða 7,1 tonn í róðri. Ansi góður afli frá Ólafsfirði í mars árið 1978.


Árni ÓF Mynd Ragnar Jónsson