Góður dagur útfrá Sandgerði.

Ef litið er yfir sögu línuveiða við Ísland þá eru miðin útaf Sandgerði með elstu miðum þar sem að bátar hafa stundað línuveiðar í gegnum árin.

það er hægt að fara mjög langt aftur í tímann og finna aflatölur um báta sem stunduðu línuveiðar utan við Sandgerði.  t.d voru 

bátar frá Haraldi Böðvarssyni sem þá var með aðstöðu á Akranesi sendir til Sandgerðis á vertíð til að stunda veiðar með línu 

þar fyrir utan.  þetta var fyrir um 100 árum síðan,

Dagurinn í dag 10.okt þá voru þrír línubátar á veiðum á þessum þekktu og frægu slóðum og óhætt er að segja að aflinn hjá þeim 

hafi verið ansi góður , eða óvenjulega góður,

Gulltoppur GK kom fyrstur í land með tæp 7 tonn sem fékkst á 36 bala það gerir um 194 kg á bala.  mest af því var ýsa eða um 4 tonn,

Addi Afi GK var með svipaðan afla tæp 7 tonn enn á 32 bala og það gerir um 218 kg á bala.  þar var líka ýsa í meirihluta

KAtrín GK kom síðan síðust og var með tæp 6 tonn, á sirka 12 rekka og það reiknast sem um 193 kg á bala,

Auk þeirra þá var handfærabáturinn Steini GK á sjó enn ég vissi ekki um aflann hjá honum,

menn voru ansi sáttir með góðan dag þegar ég ræddi við þá



















Myndir Gísli Reynisson