Góður línumánuður hjá Ásgeir ÞH 198

Förum í enn eitt ferðalagið aftur í tímann.   eitt af stærri fyrirtækjunum í fiskvinnslu á árum árum var Fiskiðjusamlag Húsavíkur.   má segja að allur fiskafli sem var landaður á Húsavík hafi allur farið í gegnum FH eins og það var skammstafað.  m


Mjög margir bátar lönduðu afla þar og nokkrir togarar.  t.d Júlíus Havstein ÞH , Geiri Péturs ÞH og Kolbeinsey ÞH.

Einn af mörgum bátum sem lögðu afla sinn upp hjá FH var Ásgeir ÞH 198.

ÁRið 1982 þá gerðu Þeir Þórður Ásgeirsson og Magnús Andrésson út 20 brl bát sem hét Ásgeir ÞH 198.  sá bátu var íslensk smíðaður á Akureyri árið 1971.

Árið 1982 var þeim ansi gott og var heildaraflinn á árinu yfir 350 tonn.   og þar sem að báturinn er 20 brl þá myndi hann flokkast sem smábátur núna árið 2018.

Besti mánuður ársins hjá Ásgeir ÞH var maí, enn þá stundaði báturinn línuveiðar og skulum við nú skoða hvernig honum gekk.

Byrjum á viku númer 2.  sem var frá 2 til 8 maí.
Ásgeir ÞH fór í fjóra róðra og landaði alls 27,8 tonnum eða 6,9 tonn í róðri.  mest 8,2 tonn.

Vika nr 3.  frá 9 til 15  maí.
ansi góð vika og landaði báturinn alls 38,8 tonnum í 6 róðrum eða 6,4 tonn í róðri.  mest 8,9 tonn.

Vika nr 4. frá 16 til 22 maí
Aðeins dró úr veiðini, enn samt frekar góð.  aflinn 19,7 tonn í 4 róðrum eða 4,9 tonn í róðri.  mest 5,8 tonn.

Vika nr 5 frá 23 til 29 maí.
 Ásgeir ÞH réri einungis út þessa viku og landaði 20,4 tonnumí 5 róðrum eða um 4 tonn í róðri,

Alls gerði því þessi mánuður 106,7 tonn í 19 róðrum eða 5,6 tonn í róðri.  verður þetta að teljast ansi gott.  

Ekki er vitað hversu marga bala báturinn réri með, enn gera má að því líkum að þeir hafi verið 30 til 36 balar í róðri


Ásgeir ÞH Mynd Hafþór Hreiðarsson