Góður mánuður hjá Fanney ÞH 130.

Það er búið að vera endalausar brælur núna í byrjun desember og því engnir nýjir listar að koma fyrr enn á morgun eða þriðjudaginn


svo við kíkum bara á aflatölur aftur í timann,

förum aftur til ársins 1993.

Netabátar frá Norðausturlandinu fiskuðu oft mjög vel í april og maí og ansi oft þá fóru bátarnir 

til veiða til Raufarhafnar eða þá Þórshafnar.

Einn af þeim bátum sem það gerði var Fanney ÞH 130 sem var 22 BT bátur , 15,4 metra langur,


Báturinn kom til Þórshafnar um miðjan apríl og landaði þá alls 39 tonnum í 8 róðrum þar og á Raufarhöfn,

enn í maí þá má segja að það hafi verið virkilega góð veiði hjá bátnum ,

því að heildaraflinn hjá Fanney ÞH í maí árið 1993 var alls 104 tonní 18 róðrum eða 5,8 tonn í róðri,

Eins og sést hérna að neðan þá landaði báturinn mestu magni á Þórshöfn, 3 löndunum á Raufarhöfn og endaði síðan 

á fullfermi í Húsavík með 16,5 tonn í einni löndun ,Dagur Afli Höfn
2 5.9 Þórshöfn
3 2.8 þórshöfn
4 3.6 þórshöfn
5 2.8 þórshöfn
6 1.9 þórshöfn
7 6.1 þórshöfn
8 5.3 þórshöfn
10 11.2 þórshöfn
11 3.6 þórshöfn
13 4.3 þórshöfn
14 9.3 þórshöfn
18 9.2 þórshöfn
19 6.4 þórshöfn
20 2.7 þórshöfn
21 1.5 Raufarhöfn
22 5.1 Raufarhöfn
25 5.6 Raufarhöfn
27 16.5 Húsavík


Fanney ÞH Mynd Þorgrímur aðalsteinsson