Góður mánuður hjá Guðbjörgu RE ,1979
Fínt að koma af og til með aflatölur aftur í tímann,
núna ætla ég að sýna ykkur lítin bát sem stundaði netaveiðar í Mars mánuði árið 1979,
enn þessi bátur réri frá Reykjavík.
Báturinn Guðbjörg RE 21 var íslensk smíðaður bátur. smíðaður á Fáskrúðsfirði árið 1972 og mældist 27 tonn.
Þessa netavertíð árið 1979 þá landaði Guðbjörg RE öllum vertíðarafla sínum í Reykjavík og var hann tekin til vinnslu í Isbirni HF .
Guðbjörg RE hóf ekki veiðar fyrr enn 25 febrúar og landaði tvisvar í febrúar samtals 12,1 tonni.
Þessi afli rennur inn í vikur númer eitt. sem nær frá 25 febrúar til 3 mars.
samtals var því aflinn þessa fyrstu viku 14,9 tonn í 3 róðrum,
vika 2. frá 4 mars til 10 mars.
Byrjaði frekar rólega, og fór aflinn t.d niður í 510 kg í einni löndunni,
enn síðustu tveir róðrarnir voru mjög góður 13,7 tonn og 13,6 tonn,.
Samtals var í landað í þessari viku 33,9 tonn í 5 róðrum eða 6,8 tonn í róðri,
vika 3. frá 11. mars til 17 mars.
Ekki byrjaði nú þessi vika vel. 600 kíló í fyrsta róðri, enn eftir það var veiðin góð. stærst 9,2 tonn,.
samtals landað 40,3 tonni í 6 róðrum eða 6,7 tonn í róðri,
vika 4. frá 18 mars til 24 mars.
í þessari viku var veiðin nokkuð góð tvisvar kom Guðbjörg RE með rúm 13 tonn að landi.
samtals var landað 45,4 tonnum í 6 róðrum eða 7,5 tonn í róðri.
vika 5 frá 25 mars til 31 mars,
síðust vika í mars þá var róið nokkuð stíft eða í 7 róðra.
og fyrsti róðruinn var líka ekkert slor. 19,3 tonn sem má segja að sé fullfermi hjá Guðbjörgu RE.
aflinn líka nokkuð góður, 53,5 tonn í 7 róðrum eða 7,6 tonn í róðri,
Samtals landaði þvi Guðbjörg RE í mars árið 1979 176 tonnum í 25 róðrum
það má bæta við að í apríl þá komu nokkrir stórir róðra,
t.d kom báturinn með 17,7 tonn í einni löndun
og tveim dögum síðar 18,6 tonn. báðir þessir róðrar má segja að séu fullfermi hjá Guðbjörgu RE,
Guðbjörg RE mynd jóhann Guðbrandsson