Góður mánuður hjá Halldóru Jónsdóttir ÍS ,1982
Heldur betur sem að fréttin um Akranes hefur vakið mikla athygli.
Svo við skulum aðeins horfa í aðra átt og ég ætla með ykkur lesendur góðir í smá ferðalag,
Förum aftur til ársins 1982 sem fyrr,
og núna til Bolungarvíkur, Bolungarvík hefur í gegnum tíðina verið mjög stór útgerðarbær með línubáta og árið 2017 þá er Bolungarvík stærsti útgerðarbærinn á landinu með línubáta sem nota bala,.
1982 þá voru allir línubátarnir þar með bala og einn af þeim átti ansi góðan mánuð í nóvember áríð 1982.
Sá bátur hét Halldóra Jónsdóttir ÍS 99. Bátur sem var 52 brl að stærð og var smíðaður árið 1957 í Danmörku. Báturinn stundaði nokkuð sérstakar veiðar frá Bolungarvík því að báturinn var eini báturinn sem stundaði netaveiði þaðana svona að mestu yfir árið.
í lok október þá skipti báturinn yfir á línuna, og höfum í huga að á þessum tíma þá voru flestir línubátanna sem réru í nóvember stálbátar og flestir mun stærri enn Halldóra Jónsdóttir ÍS
vika 1. frá 1 til 6 nóv,
Halldóra Jónsdóttir ÍS fór í alls 5 róðra og landaði 27,9 tonn. mest 7,8 tonn.
Vika 2 frá 7 til 13 nóv
Báturinn fór í fjóra róðra og landaði alls 21,8 tonn eða 5,4 tonn í róðri og mest 7,3 tonn,
Vika 3. frá 14 til 20 nóv,
Ekki var mikið róið í þessari viku, því að tíðarfarið var mjög slæmt og komst báturinn einungis tvisvar á sjóinn og landaði alls 7,9 tonn í þessum tveimur róðrum,
Vika 4 frá 21 til 27 des.
Besta vikan hjá bátnum og var tíðarfarið gott og fór báturinn í 6 róðra og landaði 37,3 tonn í þeim róðrum eða 6,2 tonn í róðri. mest 8,3 tonn.
vika 5 frá 28 til 30 nóv
Fór í tvo róðra og landaði 10,5 tonnum í þeim róðrum.
Ansi góður mánuður að baki og var heildaraflinn hjá bátnum alls 105,3 tonn í 19 róðrum eða 5,5 tonn í róðri. Er þessi afli ansi góður miðað við stærðina á bátnum. til samanburðar þá má geta þess að Hugrún ÍS sem líka réri frá Bolungarvík og var 206 tonna stálbátur var með 155 tonn í 22 róðrum þennan sama mánuð.
Halldóra Jónsdóttir ÍS mynd Hreiðar Olgeirsson 1982