Góður mánuður hjá Kló RE 147

Lítum aðeins aftur á árið 1995.


Gríðarlegur fjöldi báta réri það ár og mun ég fjallað betur um það þegar ég klára að reikna alla bátanna,

Kló RE
flestir þessara báta voru smábátar og einn af þeim hét Kló RE 147 sem Sigurður Pálmason var eigandi og skipstjóri að.

Siggi fiskaði alltaf vel á bátnum sínum Kló RE og ég rakst ansi miklar aflatölur um bátinn þegar hann var á línu frá Grindavík í lok apríl og allan maí árið 1995

 Risaróður í fyrstu löndun
fyrsti róðurinn hjá Kló RE í Grindavík var nú reyndar ekkert smá, því það var landað úr bátnum 8,3 tonnum og mér er bara spurn,

hvernig í fjandanum var hægt að koma 8,3 tonnum í bátinn hjá honum,

Maí 
í maí þá var Kló RE á línu og réri frá Grindavík og gekk mjög vel.

því  alls landaði Kló RE 55,9 tonn í 18 róðrum eða 3,1 tonn í róðri,

Stærstí róðurinn var 6,2 tonn sem var fullfermi hjá bátnum og þar á eftir koom 5,6 tonna róður.

ansi góður afli hjá Kló RE sem var þarna ekki búið að lengja eins og hann er á myndinni að neðan.


Kló RE mynd Grétar Þór