Góður marsmánuður hjá Farsæli GK ,1983


og áfram er ég í árinu 1983.  

Eins og þið hafið  tekið eftir í þessum pistlum mínum þá var vetrarvertíðin 1983 ansi slök og í Grindavík þá má segja að hún hafi verið virkilega léleg.  bátar sem voru að ná upp að 1000 tonnum í netum á vertíðinni náðu varla yfir 400 tonnum

Það má þó finna báta sem voru að fiska nokkuð vel þótt þeir væru ekki stórir

einn af  þeim var Farsæll GK, bátur sem við könnumst öll við.  Þessi bátur var gerður út frá Grindavík í tæp 30 ár enn var síðan seldur til Bolungarvíkur þar sem hann heitir Finnbjörn ÍS ,

Farsæll GK var á netaveiðum vertíðina 1983 og eftir hana þá fór báturinn á handfæraveiðar,

Mars mánuðurinn hjá Farsæli GK var ansi góður.  því að aflinn var 139,2 tonn í 19 róðrum eða 7,3 tonn í róðri,

Eins og sést að neðan þá var aflinn mjög misjafn, þótt að mánuðurinn hafi byrjað vel.  52 tonn í 6 róðrum 

stærsti róðurinn 12,2 tonn og það má geta þess að öllum þessum afla var landað í Vísi HF í Grindavík.

og var vertíðar aflinn hjá Farsæli GK 250 tonn  

Farsæll GK og Sighvatur GK
Bara svona til samanburðar þá var annar bátur sem landaði hjá Vísi HF, Sighvatur GK með 160 tonn í 23 róðrum  eða 6,9 tonn í róðri

þannig að aflinn hjá Farsæli GK var ansi góður ef horft er á samanburðin við Sighvat GK sem er miklu stærri bátur






Farsæll GK Net
Mars
Dagur Afli
4 8.2
5 8.3
7 12.2
8 5.3
9 7.1
10 10.6
12 10.8
14 11.2
15 5.2
16 5.0
17 8.1
18 2.9
21 10.1
22 5.3
23 4.6
24 5.9
25 5.6
28 9.4
29 4.2


Farsæll GK mynd Þorgeir Baldursson