Gosi KE ónýtur eftir bruna " Vonlaust"
Eitt það allra versta sem getur gerst fyrir sjómenn er þegar eldur kviknar um borð í báti eða skipi.
mörg mjög alvarleg svoleiðis slys hafa verið við Ísland síðustu 100 ár, og oft á tíðum með mjög svo alvarlegum afleiðingum,
Mjög margir strandveiði bátar hafa verið að veiðum á svæði A og þar af ansi margir á Snæfellsnesinu,
einn af þeim sem róa þaða er einn af stærri bátunum sem stunda strandveiðarnar núna íár og heitir sá bátur Gosi KE 102,
Gosi KE var við veiðar 6 júlí þegar að mikill eldur kom upp í vélarrúmi bátsins um morguninn
skipstjóri bátsins sem var einn um borð brást skjótt við og skaut út björgunarbáti og fór í hann, báturinn Diddi SH kom og bjargaði honum .
Skömmu síðar kom björgunarbáturinn Björg frá Rifi og tók skipstjórann, enn hann var heill heilsu og hafði ekki andað að sér miklum reyk.
reynt var að slökkva í bátnum útá sjó, enn hann var síðan dreginn í fjöruna skammt við Töskuvita í Rifshöfn
og þar var reynt að slökkva í honum. það gekk frekar erfiðlega og á endanum þá var mokuð möl að bátnum og slökkt í eldinum með því að
moka möl og sandi á bátinn.
"Vonlaust",
Birgir Haukdal Særúnarson á bátinn og hefur gert út bátinn síðan árið 2012.
Aflafrettir heyrðu í Birgir og það var augljóst að þetta var honum mjög þungt og sorglegt, enn hann var þó mest ánægður með að
skipstjórinn slapp og enginn skaðaðist í þessum slysi.
Báturinn er mjög mikið skemmdur og í raun orðin ónýtur.
Birgir sagði " skelfilegt áfall, þótti vænt um Gosa". þegar hann var spurður hvort væri hægt að gera við bátinn var svarið einfalt " Vonlaust".
útgerð bátsins hefur gengið vel og því vel skiljanlegt að þessi bruni og eyðilegging bátsins sé Birgir mjög erfitt
En hvaða bátur er þessi Gosi KE
Jú Gosi KE var smíðaður árið 1987 úr plasti og hét fyrst Garðar GK 26, var reyndar með því nafni frekar stutt eða í aðeins 4 mánuði
því um haustið árið 1987 var báturinn seldur til Eyrarbakka og fékk þar nafnið Dorfi ÁR 43.
árið 1989 var báturinn seldur og fékk þá nafnið Gjöfri ST 36, ,með því nafni var báturinn aðeins í rúmt eitt ár
því árið 1990 var hann seldur til Neskaupstaðar og fékk þar nafnið Fylkir NK 102
og með því nafni var báturinn alveg til 2012 eða í 22 ár og síðan 2012 hefur hann heitið Gosi KE.
Það er oft talað um að til sé flokkur báta og skipa sem eru fjölveiðiskip, og Gosi KE fellur svo sannarlega inn í þann hóp því hann er einn af örfáum plastbátum sem
hafa stundað dragnótaveiðar hérna við ÍSland
undir nafnið Fylkir NK þá réri hann á dragnót frá Neskaupstað.
annars hefur báturinn verið á ansi mörgum veiðarfærum t.d Línu, færum, netum, skötuselsnetum, makríl og dragnót.
á þessari öld þá var báturinn mest á netum og skötuselsnetum og landaði þá oftast í Keflavík og Sandgerði.
Gosi KE ónýtur í fjörunni við Rif, Mynd Birgir Haukdal Særúnarson
Reynt að slökkva í Gosa KE mynd Landsbjörg
Gosi brennur og Björg með bátinn í togi, mynd Tómas Freyr Kristjánsson
Gosi KE á leið til Sandgerðis Mynd Gísli Reynisson