Grálúðmok hjá Sigurvon ÍS 500,1982
Frá byggðum á Vestfjörðum þá hefur línuveiði var mjög mikil síðustu áragtugina og eru vestfirðirnir langstærsta svæðið á landinu þar sem að balabátar eru gerðir út,
á árunum 1980 til 1990 þá voru ansi margir stórir línubátar gerðir út þaðan og voru þeir svo til allir á bölum. yfir sumarið þá fóru nokkrir línubátar til grálúðuveiða sem voru þá djúpt úti fyrir norðurlandinu.
Einn af þeim bátum sem fóru á þessar veiðar var Sigurvon ÍS 500 frá Suðureyri.
Júli mánuður árið 1982 var vægast sagt risastór hjá Sigurvon ÍS , og svo stór að meira segja togarnir sem voru þá að veiðum í júilí árið 1982 náðu ekki að fiska svona mikið af grálúðu eins og Sigurvon ÍS 500 gerði og var þá báturin á þannig veiðum að allir balarnri voru beittir um borð.
Kjaftfullur bátur.
Báturinn hóf veiðar í júní, og fyrsta löndun var strax 1 júlí 1982 og hún var nú ekkert smá. 125,5 tonn sem er algjör fullfermi.
Sigurvon ÍS fór út eftir þessa risalöndun og kom svo aftur um miðjan júlí og þá aftur með risatúr.
því landað var úr bátnum 121 tonnum af grálúðu.
240 tonn kominn á land og já þetta var ekki búið.
því þeir á Sigurvoni ÍS voru ekkert að slaka á þennan mánuð og fóru í þriðja túrinn og komu í land 28 júlí og þá líka með ansi stóra löndun því landað var úr bátnum 93,3 tonnum .
Samtals gerði því þessi mánuður um 340 tonn af grálúðu í 3 róðrum, .
Íslandsmet??
er þetta rosalegur afli, og af þeim aflaskýrslum sem ég hef seð þá er þetta langmesti grálúðuafli sem íslenskur línubátur hafði fengið á einum mánuði fram að þessum tíma og ég efast um að þetta aflamet hafi verið slegið til dagsins í dag.
Það skal reyndar tekið fram að ég er að vinna í að skrá niður meiri afla og núna í árinu 1983, enn eins og segir. finnst ólíklegt að þessi rosalegi mánuður hjá þeim á Sigurvoni ÍS í júlí árið 1982 á grálúðu línu hafi verið slegin.
Sigurvon ÍS mynd Þorgrímur Aðalgeirsson.