Grálúðuveiðar byrjaðar hjá Önnu EA ,,2018
Það hefur orðið ansi mikil fjölgun á bátum sem stunda grálúðuveiðar í netin.
bátar eins og Erling KE, Kap II VE hafa verið að veiða grálúðu í net og ísað aflan um borð.
svo hafa Þórsnes SH og Kristún RE verið að veiða hana of frysta.
nú hefur enn einn báturinn bæst í þennan hóp og má segja að hérna sé kominn stærsti netabáturinn í þessum flokki
Það tók sinn tíma að breyta línubátnum Önnu EA úr línubáti og yfir í netabát fyrir þessar veiðar,
allur mars mánuður fór í þessar breytingar sem unnin var á Suðurnesjunum því að báturinn var við höfn í Njarðvík meðan á þessum breytingum stóð,
Reyndar er línubúnaður ennþá um borð og ólíkt línunni sem er dreginn í gegnum brunn þá eru netin dregin í gegnum síðuna eins og er gert á öllum netabátunum
og fyrsti túrinn er komin og það byrjar nokkuð vel. báturinn var við veiðar djúpt úti af norðurlandinu og kom til hafnar á Dalvík með 99,5 tonn og af þvi þá var grálúða um 98,5 tonn.
allur þessi afli var ísaður um borð. og athygli vekur að um 50 tonn af aflanum voru ekin til Neskaupstaðar og unnin þar.
Anna EA mynd Vigfús Markússon