Grálúðuveiðar í net.

það hefur heldur lítið fyrir fyrir veiðum á grálúðunni, eða allvega hefur aflafrettir ekki mikið minnst á það hérna á síðunni 


og grálúðunetabátarnir hafa ekki sést á neinum listum,

Reyndar er það nú þannig að aðeins einn bátur er búinn að vera á grálúðunetum núna á vertíðinni og er það Kristrún RE.

Kristrún RE hefur landað alls 797 tonnum í heildina og er grálúða af  því 788 tonn.

 Kvótinn
Þess má geta að grálúðukvótinn sem Kristrún RE veiðir kemur viða að.

t.d komu um 700 tonn af grálúðu frá Málmey SK í skiptum fyrir 930 tonn af þorski.

245 tonn komu frá Arnari HU

og 200 tonn komu frá Önnu EA sem stundaði þessar veiðar enn var lagt í des 2019.  í staðinn fóru um 143 tonn af þorski á Björg EA


Áhöfnin á Kristrúnu RE hefur loksins fengið félagskap því að Þórsnes SH er líka kominn á grálúðuna

og hefur landað 202,2 tonnum í einni löndun.

Enn sem komið er þá eru þetta einu bátarnir sem eru á grálúðuveiðum á netum,

í fyrra þá var Kap II VE líka á veiðum og Sólborg RE.  


Kristrún RE mynd Guðmundur Þórðarson


Þórsnes SH mynd Óskar Franz Óskarsson