Grásleppa í kvóta- Helga Sæm ÞH svipt veiðileyfi


Fyrir stuttu síðan þá kom í svo til öllum fjölmiðlum landsins að grásleppubátur á Kópaskeri hefði verið sviptur veiðileyfi útaf og miklum grásleppuafla. 


Landhelgisgæslan óskaði eftir því að báturinn myndi  taka upp veiðarfærin sín og halda til hafnar á Kópasker, 


Þar tók lögreglan á móti bátnum, og svifti Fiskistofa bátnum veiðileyfi ótímabundið.



Á listanum bátar að 8 bt, og nýjasta listanum þá má sjá að þar eru fjórir bátar sem hafa veitt yfir 30 tonna afla 


og einn af þeim er báturinn Helga Sæm ÞH sem rær á grásleppu frá Kópaskeri.


Helga Sæm ÞH

Helga Sæm ÞH er gerður út af Helgu ÞH ehf frá Kópaskeri og þar hefur Valgarður Sigurðsson verið skipstjóri á bátnum síðan árið 2015.


 en Valgarður er enginn nýliði á grásleppuveiðum og í raun mætti segja að Hafró ætti nú að leita í þekkingu Valgarðs varðandi grálsleppuna,


 því að Valgarður fór fyrst á grásleppu árið 1984, og eru því grásleppuvertíðirnar hjá Valgarði orðnar alls 41.


Valgarður hefur róið á Helgu Sæm ÞH á grásleppu með syni sínum Daníel, og saman þá hafa þeir iðulega verið ansi ofarlega þegar kemur að lokum grásleppuvertíðar.


Til dæmis árið 2024, þá var Helga Sæm ÞH í 10 sæti yfir landið með 59 tonna afla. Árið 2022, þá var Helga Sæm ÞH í 22 sæti með 42 tonna afla og árið 2021 þá var báturinn með 35 tonna afla.


Ármótin 2024-2025

Núna um áramótin þá tóku í gildi lög þess efnis að grásleppa skyldi verða sett í kvóta og við síðustu úthlutun þá var úthlutað um 1219 tonnum , 


og af því þá er svokallaður nýliðakvóti, enn 46 bátar fengu þann kvóta 1,4 tonn á hvern bát.


Það voru alls 314 bátar sem fengu úthlutað grásleppukvóta og það vekur athygli að það fengu bátar úthlutað grásleppukvóta sem hafa aldrei veitt grásleppu,


 Sandfell SU og Erling KE

 nema þá líklega sem meðafla. Til dæmis þá fékk Sandfell SU 7 tonna kvóta. Háey I ÞH 2,4 tonna kvóta, Glaður SH nýi 2,9 tonn kvóta, netabáturinn Erling KE fékk 2 tonna kvóta.


Þessi úthlutun til þessara báta þýðir það að þeir eru mep hlutdeild í grásleppunni, og til að setja þetta í samhengi þá má nefna að Helga Sæm ÞH er með 0,694% hlutdeild


enn Sandfell SU er með 0,611 % hlutdeild sem þýðir að Sandfell SU fær um 17 tonna grásleppukvóta miðað við 2760 tonna grásleppukvóta eins og núna er úthlutað.



2760 tonn

Núna hefur Hafró gefið út að heildarkvótinn verði aðeins 2760 tonn, sem þýðir að Helga Sæm ÞH mun fá aðeins 18 tonna kvóta. Enn hefur veitt núna 26 tonn af grásleppu.


Núverandi kvótaúthlutun miðast við árin 2018 til 2022, reyndar er árið 2020 ekki tekið með, svo að einungis eru árin 2018, 2019, 2021 og 2022 sem eru viðmunarár varðandi kvótúthlutun á grásleppu.


Þetta er þú ekki beint nýtt , því að árið 2019 þá setti Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra fram drög að frumvarpi þess efnis að dagakerfið verði afnumið og grásleppan sett í kvóta.


 Það var lítið um það mál á þeim tíma, en árið 2023 þá var aftur tekið upp þessi umræða um að setja grásleppu í kvóta og


 í skjali um það var sagt."  Stjórn grásleppuveiða hefur á undanförnum árum sætt gagnýni fyrir að vera ómarkviss og ófyrirsjáanleg fyrir þá sem stunda veiðarnar. 

 Með því að setja grásleppu í kvóta þá er hægt að auka fyrirsjáanleika við veiðar og tryggja betur sjálfbærar og markvissar veiðar."


 Mismundandi umsagnir

Skoðanir um hvort grásleppa eigi að vera í kvóta eða ekki eru misjafnar, inná samráðsgátt um grásleppu eru 44 umsagnir og má segja að umsagnir eru beggja , bæði með og á móti


 mælingar Hafró

En hvernig mælir Hafró stærð grásleppunnar og hversu mikið magn af henni er í sjónum. 


Grásleppuveiðar eru stundaðar af minni bátum um allt land og stutt frá landi, en Hafró notað togararallið sem fram fer á hvert í mars, til þess að mæla stofnstærð grásleppu


. Þessi aðferð er ekki viðurkennd af Alþjóðahafrannsóknarráðinu ( ICES)


Núna þegar að kvótinn er aðeins 2760 tonn sem byggist á togararallinu þá er afar ólíkegt að allir þessir 314 bátar munu fara á veiðar, því kvótinn hjá mörgum bátum verður það lítill.   


Helga Sæm ÞH Mynd Raufarhafnarhöfn



Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reyniss