Reykhólar er kanski ekki sá staður sem kemur í hugan þegar litið er yfir hafnir landsins gagnvart lönduðum fiskafla,
Þó eru þar nokkrir bátar aðalega yfir sumartímann sem landa þar og þá aðalega grásleppu,
þó er þar einn bátur sem er nokkuð sérstakur og er sá eini sinnar tegundar á íslandi,
og þessi bátur hefur aldrei komið til tals í fréttum á Aflafrettir.is og aldrei birst aflatölur um þennan bát og munu aldrei birtast aflatölur um þennan bát
því þessi bátur stundar allt annað enn hefbundinn veiðiskap.
Grettir BA
þessi bátur heitir Grettir BA .
Grettir BA var smíðaður í Kína árið 2000 og hét fyrst Fossá ÞH og stundaði þá kúfiskveiðar og landaði á Þórshöfn. gekk veiðin hjá bátnum mjög vel og á þeim tíma sem að báturinn
var gerður út eða frá því um haustið árið 2000 til haustsins árið 2006 þá landaði Fossá ÞH um 47 þúsund tonnum af kúfskel og mest með um 130 tonn í einni löndun,
Síðan lá báturinn lengi við bryggju eða þangað til að Þörungarverksmiðjan á Reykhólum keypti skipið og breytti því all svakalega,
bátnum var breytt á árunum 2009 til 2010.
Stærstu sjáanlegu breytingarnar voru að brúin var færð fram á bátinn en þegar að báturinn hét Fossá ÞH þá var báturinn afturbyggður,´
Grettir BA kom í staðinn fyrir Karlsey BA sem var búinn að þjóna þörungarverksmiðjunni síðan 1975 en sá bátur var smíðaður árið 1967.
Aðalverkefni Grettis BA er að ná í þang í fjörðunum á Sunnaverðum Vestfjörðum og styðst var að fara í Kolgrafarfjörð og lengst allaleið í Vatnsfjörð og er þá báturinn um 4 tíma að sigla þangað.
Gríðarstórar breytingar
Breytingar sem voru gerðar á bátnum voru gríðarlega stórar. því það tók um eitt og hálft ár að breyta bátnum, fyrst fóru þær fram á Akranesi, en eitthvað ósætti kom upp og var því báturinn dregin til Akureyrar þar sem að báturinn var kláraður,
Stærsti krani á landinu.
Risastór krani var settur á bátinn til þess að hífa þangpokanna upp og er þessi krani stærsti krani sem er er íslenskum báti.
Úlfar Ármansson hjá Go ON í Hafnarfirði seldi kranan um borð í bátinn og ásamt gríðarlega mikið af öðrum búnaði, en þegar að byrjað var að breyta bátnum þá var allt rifið úr bátnum nema aðalvélin
t.d var skipt um allt rafkerfi í bátnum sem og allt lensikerfi.
þessi risakrani er af tegundunni SORMES M-110-KN-3S , 110 tonn/metrar og getur lyft 3,1 tonni í 14 metra fjarlægð. 5,5 tonna spil er á krananum.
enginn smá smíði þessi krani á bátnum,
Önnur stór breyting sem gerð var á bátnum var að á Fossá ÞH þá var föst skrúfa en sett var ný skiptiskrúfa og gírnum var breytt í Danmörku fyrir skiptiskrúfu,
Hérna að neðan má sjá hluta af búnaðinum sem settur var nýr í Grettir BA þegar að breytingar voru í gangi og er þetta allt frá GO-ON
Skiptiskrúfu búnað frá Grenaa Motorfabrik
Reintjes gír endurbyggður og breytt í skiptiskrúfugír af Grenaa Motorfabrik
Becker, Flabsa stýrisblað með stamma
Scania Ljósavél
Wigo Gluggar í stýrishús
Wynn Rúðuþurrkur í stýrishús
Herbornar og Vogelsang Lensi og brunadælur
Stjórnskápur vegna lensidæla
Ventlar í vélarúm
Tankmælar í vélarúm
Hraðlokakerfi á tanka.
Julitz Hurðir í stýrishús
Skipper Skipstjórastólar
Kobelt stjórnbúnaður við aðalvél
Imax Ískastari
SEC Akkerisspil
Akkeriskeðjur
Zink á kjölkæla
Loftsíur og vatnskiljur á loftinntök
DVZ Lensiskilja
Um borð í Grettir BA er Caterpillar vél um 1060 hestöfl , 1200 snúninga
Þess má að lokum geta að Karlsey BA gat borið um 180 tonn af þangi, enn Grettir BA fer vel yfir 200 tonn í burðargetu. er pokar hífðir í bátinn og er hver poki 3 tonn af þyngd
Myndir Gísli Reynisson Kraninn stóri.
Fossá ÞH fyrir breytingar
Mynd Halldór Jóhannesson þá skipstjóri á Blíðu SH