Gríðarleg fullfermi hjá Ottó N Þorlákssyni RE,1982

Mikið aflaskip sem að HB Grandi var að selja frá sér eins og fréttinn sem var skrifuð hérna áðan ber  með sér.  


Togarinn kom oft á tíðum með gríðarlega mikinn afla í land og árið 1982 þá voru svo til allar landanir allt það ár yfir 200tonnin.

Júní 1982 þá fór aflinn hjá Ottó N Þorlákssyni RE yfir 1000 tonn á einum mánuði,

ÁGúst 1982

ÁGúst 1982 var engu að síður langstærsti mánuður togarans með tilliti til þess hversu mikill afli var í túr í meðaltali,

Þetta byrjaði með því að togarinn kom með 274,5 tonn í land og var uppistaðan í þeim afla karfi og ufsi,

Ef þessi 274 tonn voru fullfermi  þá var það ekkert á við næstu löndun,

Því þá rauf Ottó N Þorláksson RE 300 tonna múrinn þegar að landað var úr skipinu 309,2 tonnum eftir 10 daga túr.  

Í þriðju löndun Ottó N Þorlákssonar RE þá var allt fyllt sem hægt var að fylla því 

uppúr skipinu komu alls 334,3 tonn sem er alveg ótrúlega mikill afli 

Alls landaði því Ottó N Þorláksson RE 918 tonnum í 3 túrum og gerir það 306 tonn í túr 

 Ekki gleyma að styðja við bakið á AFlafrettir.is með því að fara á Aflafrettir.com og klikka þar á auglýsingar 



Ottó N Þorláksson RE mynd Anna Kristjánsdóttir