Gríðarlegur munur á Október árið 2022 og 1992, bátar og afli.


Það fer ekkert á milli mála að sjávarútvegurinn árið 2022 er kominn í farveg sem í raun er ekki hægt að stoppa.  það sést best á því að 
einstaklingar sem gera út báta eru hægt og rólega að hverfa.
þessi þróun er ekkert bundin við nein ákveðin svæði, heldur er þetta að gerast um allt land.
helst er það í Ólafsvík sem að einstaklings eða fjölskylduútgerðir eru í gangi, og fyrir norðan eru nokkrar útgerðir sem 
gera út báta.

Til að mynda núna á Suðurnesjunum þá er einungis einn bátur gerður út á línu sem mætti kalla fjölskylduútgerð og er það Dúddi Gísla GK frá Grindavík.

 Löng aflasöfnunf
Ég sé þetta ansi vel því ég hef eytt hátt í 30 árum í því að safna saman aflatölum um alla báta á íslandi allt aftur til ársins 1894.  
og mér áskotnaðist gríðarlega mikið gagnamagn af aflatölum sem nær frá 2022 til 1992, og þar fyrir aftan þá mun ég mynda skjöl inná Skjalasafni íslands.

 Október árið 1992 og október árið 2022
ég er núna að vinna í árinu 1992 og langar að bera saman með ykkur október árið 1992 og október árið 2022.

Fyrir það fyrsta sem ég tek strax eftir er gríðalega mikil fækkun á bátum og þá eru þetta að langmestu leyti smábátar og bátar sem voru í einstaklings
eða í fjölskylduútgerð, , munurinn er vægast sagt ógurlegur svo ekki sé meira sagt.
hitt er algjör hrun í rækjuveiðum og þá aðalega í úthafsrækjunni.  

ég tók saman samanburðin og hérna er fyrsta taflan sem sýnir fjölda báta


 Fjöldi báta

Tegund Árið 1992 Árið 2022
Troll 40 1
Lína 493 81
Færi 383 74
Dragnót 59 32
Togarar 121 54
Uppsjávarskip 33 19
Síldarbátar 14
Rækjubátar 118 1
Netabátar 109 24
Skel og gildra 26 13

Fyrsta taflan að ofan sýnir fjölda báta og eins og sést þá er algjör hrun í fjölda línu og færabáta, en hafa ber í huga að langmestu hluti af færabátunum árið 1993, voru gamlir eikarbátar
og litlir bátar sem réru kanski 1 til 4 róðra hver bátur í október árið 1992.

hrunið í línubátunum er vægast sagt rosalegt, og eru þetta að langmestu leyti minni útgerðarfélög sem voru þarna að gera út árið 1992, enn eru ekki til lengur,

Eitt skal hafa í huga, enn árið 1992, þá voru flestir bátanna að róa með bala, og mikið af fólki vann við að beita bala. núna árið 2022 þá gengur mjög illa að fá fólk til þess að beita bala
og í raun þá er þetta orðið þannig að þeir sem eru að beita eru flest eldra fólk , eða þá að erlent starfsfólk hefur komið inn í þetta.  
íslendingar vilja svo til frekar hanga í háskola eða bakvið tölvur enn að beita.  
þetta er þróun sem hefur verið í gangi undanfarin ár.

Troll.  í október 1992, þá voru ennþá gerðir út bátar sem voru á trolli, og tóku t.d trollið inn á síðuna, núna árið 2022, þá er í raun bara einn trollbátur eftir  og er það Sigurður Ólafsson SF 
Reyndar í þessum flokki trollbáta er Drangavík VE sem árið 2022, flokkast sem 29 metra togari og er því á lista með þeim

Hrunið í fjölda rækjubáta er ansi mikið og reyndar ef horft er í fjölda bátanna í okt árið 1992, þá eru t.d þarna bátar sem voru á veiðum í Skjálfanda, Húnaflóa, Ísafjarðardjúpi, Arnarfirði og á Eldeyjarsvæðinu
allt þetta er horfið núna árið 2022, nema 1 til 2 bátar á veiðum í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirðinum,

Ef við horfum á aflann í október árið 2022 og 1992 þá lítur það svona út

 Afli 2022 og 1992

afli 2022 1992
bátar 16589 16703
Togarar 24005 26962
Uppsjávarskip 90171 109177
Síldarbátar
6268
skel og annað 566 2549

eins og sést að þrátt fyrir gríðarlega mikla fækkun á bátum þá er aflinn svo til svipaður , og skýrir það að mestu að bátarnir hafa stækkað og úthald þeirra er lengra, 
sem og að á mörgum bátanna er skiptiáhöfn.
sama á við um togaranna og uppsjávarskipin, þau hafa stækkað. 
og reyndar er rétt að hafa í huga að uppsjávarskipin sem voru að veiðum í október árið 1992, voru aðeins að veiða síld og loðnu
árið 2022, þá voru skipin að veiða, Síld, makríl og kolmuna

Síldarbátar eru bátar sem voru á síld , auk net, dragnót, línu eða jafnvel rækju.  þetta voru allt bátar sem gátu borið allt upp í 200 tonn af síld í róðri

enginn svoleiðis bátur er til árið 2022, nema einn. Sigurður Ólafsson SF sem var á síld 1992, enn hefur ekki stundað síldveiðar ansi lengi núna síðustu árin.


Ef við skoðum bátanna betur og sundurliðum eftir veiðarfærum þá lítur það svona út


Afli eftir veiðarfærum báta

2022 1992
Færi 229.8 793.1
Lína 10229 6630.3
Net 700.7 2868.1
Dragnót 3159 1478.1
Rækja 14 3302

Eins og sést þá þrátt fyrir gríðarlegar fækkun á fjölda línubáta þá er engu að síður meiri afli  á línubátanna árið 2002 enn árið 1992, þá fyrir að árið 1992 voru 493 bátar línu en aðeins 81 árið 2022.

svipað má segja um dragnótabátanna, en árið 1992 þá voru bátarnir sem voru á dragnót flestir undir 100 tonnum, nokkrir voru stærri, t.d Hafnarröst ÁR, Arnar ÁR og Hásteinn ÁR sem er líka á dragnót
árið 2022.

Hrunið í rækjunni sést þarna mjög vel, 
og líka má geta þess að í október árið 1992 þá voru landað um 2800 tonn af skel, í október árið 2022 þá komu á land um 500 tonn af ýmsum krabba og skeltegundum.

eins og sést að ofan þá er samanburðurinn ansi merkilegur og mikill og sýnir vel þá samþjöppunn sem hefur átt sér stað.

ég mun í framhaldi af þessum risastóra gagnagrunni sem ég er með, birta af og til lista eða aflafrettir aftur í tímann 



Sigurður Ólafsson SF sem var á síld árið 1992, og er ennþá gerður út frá Hornafirði.  Mynd Sverrir Aðalsteinsson