Grímsnes GK eini báturinn á ufsaveiðum,,2017

Ufsinn er mjög brellinn fiskur.  Það vita þeir skipstjórar sem hafa verið að eltast við hann,  hvort sem er á netum.  trolli eða á handfærum.  


í dag þá er aðeins einn netabátur að eltast við ufsann og er það Grímsnes GK sem að Sandgerðingurinn Guðjón Bragason betur þekktur sem Gaui Braga er skipstjóri á.  

Gaui hefur verið að eltast við ufsann við suðurlandið frá Þjórsárósum og austur að Vík í Mýrdal.  

hefur þeim á Grímsnesi GK gengið ágætlega í að ná í ufsann því þeir hafa landað alls 58 tonnum í 6 rórðum núna í águst og af því þá er ufsi um 46 tonn.  stærsti róðruinn 14,3 tonn.

Reyndar þá má geta þess að síðustu þrír róðrar  hjá Grímsnesi GK voru allir frekar góður því aflinn í þeim öllum fór yfir 14 tonnin og landaði bátuirnn 42,8 tonnum í þessum 3 róðrum,


Grímsnes GK mynd Vigfús Markússon