Grímsnes GK í kvikmyndatökum.!,,2022



Hérna á aflafrettir hefur oft verið skrifað um bát sem er einfaldlega kallaður Netabátur númer 1 á íslandi.  þetta er að sjálfsögðu

bátur númer 89,  Grímsnes GK sem á sér mjög langa sögu sem netabátur við Ísland.

Síðan í ágúst á síðasta ári þá hefur Sigvaldi og áhöfn hans einbeitt sér að því að veiða ufsa við suðurströndina og síðan færði

sig djúpt út af Grindavík.  Veiðar hafa gengið vel hjá bátnum og t.d í janúar þrátt fyrir hörmulega tíð þá náði Grímsnes GK 

129 tonna afla í janúar í aðeins 8 róðrum.

Áhöfn bátsins þurfti reyndar að gera hlé á veiðum í nokkra daga núna fyrir nokkrum dögum síðan útaf ansi sérstöku

verkefni.  

þeir fóru út frá Grindavík og fylgdu eftir línubátnum Valdimar GK og silgdu samhliða honum alla leið á miðin djúpt úti 

af Sandgerði og voru með Valdimar GK úti í nokkra daga þangað til Grímsnes GK kom aftur til Grindavíkur,

hvað voru þeir að elta Valdimar GK?.

jú með um borð í Grímsnesi GK voru tveir kvikmyndatökumenn og þeir voru að vinna við upptökur á þætti 

sem heitir Ice Cold Catch og verður þessi þáttur sýndur í 13 þáttum á Discovery channel.  

Grímsnes GK var fenginn í þetta verkefni og samtals þá tóku þessir tveir aðilar upp samtals 15 klukkutíma af efni,

Sigvaldi sagði í samtali við Aflafrettir að Grímsi eins og hann kallar bátinn hefði staðið sig vel í þessu verkefni, 

enn úti var 15 til 20 metrar á sekúndu og öldur þetta 4 til 6 metra háar.

Sigvaldi tók tvö stutt myndbönd sem ég er búinn að skeyta saman í eitt, og á því sést t.d 

hvar myndatökumennirnir voru staðsettir þegar þeir voru að mynda Valdimar GK.






Grímsnes GK að koma til Grindavíkur og í baksýn er KAtrín  GK myndir Gísli Reynisson