Grímsnes GK og Erling KE komnir vestur..2017

Við vestfirðina þá hefur í gegnum árin ekki verið mikið um það að netabátar komi og leggi fyrir netin þar.


Guðjón Bragason eða Gaui Braga eins og hann er kallaður braut ísinn í október 2016 þegar fór á Steina Sigvalda GK vestur og hóf að veiða í net þarna útaf Vestfjörðum og má segja að hann hafi rutt brautina, því þá var ekki þekkt að netabátar færu vestur til veiða,


Núna er Guðjón kominn undir skipstjórn á Grímsnesi GK og er hann kominn aftur þarna vestur og núna  má segja að hann hafi dregið með sér  Erling KE því að Erling KE er kominn á veiðar þarna fyrir vestan og er þetta í fyrsta skipti sem að Erling KE leggur þorskanet þarna fyrir vestan,
Erling KE landaði síðast í Bolungarvík og er að reyna fyrir sér í netin núna við Aðalvík.


Erling KE hefur landað á Flateyri 23,5 tonn í tveimur róðrum.  stærri róðurinn var um 17,5 tonn.  Þorskinum var ekið suður vil vinnslu hjá  Saltveri og vigtaði hann með ís um 15,2 tonn.  15 % ís var í því og var því niðurstaðan eftir endurvigtun tæp 13 tonn.

Grímsnes GK hefur landað tæpum 14 tonnum í Ólafsvík í einni löndun.  Mjög langt stím er á miðin þaðan enn Grímsnes GK var um 9 klukkutíma að sigla á miðin útaf Flateyri frá Ólafsvík.

Verður fróðlegt að sjá hvernig þessum tveimur bátum mun ganga á netunum þarna við Vestfirðina,

Grímsnes GK mynd Vigfús Markússon



Erling KE mynd Markús Karl Valsson