Grundfirðingur SH, skelmok árið 1997

Núna árið 2023 þá eru svo til engar veiðar á hörpuskel í Breiðarfirðinum,  Fjóla SH og Sjöfn SH 

hafa reyndar fengið smá að hörpuskel.

Saga skelveiða í Breiðarfirðinum er frekar löng, en henni lauk árið 2003 þegar að veiðar voru bannaðar.

Bátar sem stunduðu veiðarnar voru langflestir í Stykkishólmi, en auk þess voru nokkrir bátar í Grundarfirði sem 
stunduðu skelveiðar,

Einn af þeim var Grundfirðingur SH 12.

í ágúst árið 1997, þá heldur betur mokveiddi báturinn af hörpuskel og náði mánaðarafla sem fáir bátar
hafa náð sem hafa stundað skelveiðar.

Báturinn fór í alls 21 róður og landaði samtals 406,6 tonna skelafla, eða 19,3 tonn í róðri að meðaltali,

Eins og sést í tölfu hérna að neðan þá voru aðeins tveir róðrar af þessum 21 undir 10 tonnum,
og flestir róðranna voru 20 tonn og vel yfir það.  

24 ágúst til 27 ágúst þá landaði Grundfirðingur SH 91,2 tonn í aðeins fjórum róðrum og 
þrír af þessum róðrum voru allir í kringum 23,4 tonnin.


Grundfirðingur SH mynd bæringsstofa

Dagur Afli
4.8 20.8
5.8 22.0
6.8 22.4
7.8 21.8
8.8 11.1
10.8 21.5
11.8 21.2
12.8 21.0
13.8 23.0
14.8 16.5
17.8 3.6
18.8 20.7
19.8 21.5
20.8 21.2
22.8 16.5
24.8 23.4
25.8 23.4
26.8 23.3
27.8 21.1
28.8 9.7
31.8 21.0